Með því að panta hjá Lineup.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Greiðsla
Hægt er að greiða með kreditkorti, millifærslu eða Netgíró. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar, Lineup.is sér því aldrei kortaupplýsingar kaupenda.

Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning

0536-26-152260 kt 600315-2260 H57slf innan við klukkutíma eftir að pöntun var gerð,

Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara/vörur aftur í sölu

Sé greiðandi annar en sá sem pantar skal setja pöntunarnúmer sem stutta skýringu.

Sendingarmáti

Þegar pöntun hefur farið frá Lineup.is má gera ráð fyrir að Íslandspóstur taki sér 1-4 virka daga til að bera pöntunina til viðskiptavina.

Lineup.is getur ekki tekið ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavini.

Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa nöfn og heimilsföng eins ýtarleg og kostur er á þegar pantað er.

 Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð, heil og í upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila undirfötum. Tilkynna skal vöruskil með tölvupósti á eva@lineup.is Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Sé varan gölluð eða eitthvað ekki eins og það á að vera hafðu þá samband í gegnum tölvupóst á eva@lineup.is

Ekki er hægt að skila eða skipta Tilboðs/útsölu vörum.

Kaupandi ber ábyrgð á því að koma vörunni til baka til seljanda og ber allann kostnað á því.

Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Og mun Lineup.is ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Fyrirvari
Lineup.is áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara, Vöruverð getur breyst með nýjum sendingum vegan gengis. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Lineup áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt, gölluð eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.

Öll verð eru gefin um með 24% VSK.

Lögheimili og varnarþing H57 slf / Lineup.is er í Kópavogi.